Von er á tillögum sjávarútvegsráðherra á næstu vikum um breytta stjórnun fiskveiða. Ekkert hefur lekið út um innihaldið nema að tekið verði mið af svokallaðri sáttaleið. Eftir því sem næst verður komist er ekki spurning hvort tekið verður af aflamarksskipum heldur hve há prósentan verður. Í dag er svokallaður ráðherrapottur um sex prósent en talið er að hann geti jafnvel farið upp í 20 prósent sem hefði hrikalegar afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar.