Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, vill láta loka sorpbrennslustöðvunum í Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri. Hún segir þó skorta lagaheimild til að fyrirskipa slíka lokun en þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Því verður Sorpu ekki lokað með valdi þó svo að díoxínmengun frá stöðinni sé meiri en evrópskar reglur segja til um.