Umræðan um kvótakerfið er enn einu sinni komin á yfirborðið og eins og svo oft áður, því miður, þá orða menn hlutina í samræmi við sína hagsmuni, en hvers vegna var þetta kvótakerfi sett á? Hvert var takmarkið? Hvernig hefur til tekist? Og hvernig er staðan í dag? Árið 1984 var núverandi kvótakerfi sett á, veiðar höfðu gengið illa síðustu árin þar á undan og þáverandi forstöðumaður hafrannsókna taldi mönnum trú um það, að ef þeir settu þetta kvótakerfi á þá yrðum við eftir 3 ár farin að veiða 4-500 þús. tonn af þorski, í staðin fyrir 350 þús. tonn eins og þá.