Nú er verið að leggja lokahönd á breytingar í Höllinni en staðurinn hefur fengið ansi hressilega andlitslyftingu. Rekstraraðilar Hallarinnar, þeir Bjarni Ólafur Guðmundsson og Einar Björn Árnason geta nú skipt hinu gríðarstóra húsi upp í þrjá smærri sali sem verða stúkaðir af með hljóðeinangrandi tjöldum. Í kvöld stendur svo mikið til þegar boðið verður upp á stórtónleika Mannakorns og verður öllu til tjaldað.