ÍBV steinlá gegn HK í dag þegar liðin áttust við í N1 deildinni í Kópavogi. Lokatölur urðu 30:24 en staðan í hálfleik var 13:10 HK í vil. Eyjastúlkur náðu muninum niður í eitt mark 14:13 í upphafi síðari hálfleiks en þá tók við afar slæmur leikkafli og heimastúlkur skoruðu þá fimm mörk gegn aðeins einu marki ÍBV og lögðu grunninn að sigrinum. Fylkir leikur nú gegn Gróttu og ef Fylkisstúlkur vinna, þá komast þær aftur upp í fjórða sætið. Það sem verra er, HK er nú komið í baráttuna um fjórða sætið en nú munar aðeins tveimur stigum á ÍBV og HK.