Nokkrir hressir Eyjapeyjar eru byrjaðir að framleiða sjónvarpsþætti fyrir netið. Þetta eru þeir Hjörleifur Davíðsson, Hjalti Enok Pálsson, Bjarni Þór, Viktor Rittmuller og eins og þeir segja sjálfir þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson varaskeifa í hópnum. Alls eru þeir búnir að framleiða tvo þætti og má sjá báða þættina hér að neðan. Í þáttunum er bæði fræðsla og grín en sjón er sögu ríkari.