Vikan var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og engin alvarleg mál komu upp eins og greint er frá í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Einhver afskipti þurfti lögregla þó að hafa vegna fólks á skemmtistöðum bæjarins. M.a. þurfti lögregla að hafa afskipti af stúlku á átjánda ári sem hafði sparkaði göt á salernisvegg með hælunum. Þá voru tvær rúður brotnar, í Íslandsbanka og á Vestmannabraut 22 og óskar lögreglan eftir upplýsingum um málið.