Dýpkunarkipið Skandia hóf dælingu úr Landeyjahöfn á níunda tímanum í morgun. Veður og sjólag við höfnina er betra en verið hefur undanfarna daga. Sigmar Jacobsen, skipstjóri, segir að þó sé enn töluverð hreyfing innan hafnarinnar. Hann segir það taka langan tíma að fylla skipið þar sem mjög fíngerð aska komi úr hafnarbotninum. Hluti hennar fari aftur úr skipinu með sjó.