„Herjólfsferð er góð ferð“ var slagorð fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Því miður stendur Herjólfur ekki undir slagorðinu í dag og hefur ekki gert í töluvert langan tíma. Þjónustan sem fólki er boðin er fyrirtækinu til háborinnar skammar. Ég ásamt fjölskyldu minni var að koma heim til Eyja sunnudaginn 20. febrúar sl. með ferð sem fara átti klukkan 19:00 frá Þorlákshöfn. Þjónustan sem okkur var boðin var hreint út sagt ömurleg þótt ég hafi ekkert undan starfsfólkinu um borð að kvarta því ég þykist vita að það er að gera sitt besta.