Á laugardagskvöldið verður Helgi Björnsson, söngvari og leikari með meiru, í mörgum hlutverkum í Höllinni. Hann ætlar að skemmta matargestum á loðnuslútti Hallarinnar og leika svo á ballinu þar sem hann verður bæði með SS Sól og Reiðmönnum vindanna sem hafa slegið svo eftirminnilega í gegn síðustu ár.