Sparisjóður Vestmannaeyja hefur verið á hausnum í um tvö ár. Það hefur ekki farið hátt. Fréttir, vikublað Vestmannaeyinga, hefur svona heldur farið mjúkum höndum um ástandið þegar fjallað hefur verið um málefni Sparisjóðsins. Sannleikurinn er sá, að Sparisjóður Vestmannaeyja var ekkert betri en margir aðrir sparisjóðir sem hafa verið í fréttum undanfarið. Hann var bara ekki kominn eins langt í vitleysunni og margir aðrir sparisjóðir.