Sighvatur kaupir mótorhjól og ætlar að keyra til Nepal
25. mars, 2011
Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju. Sighvatur finnur sér vélhjól í Delhí og keyrir yfir til Katmandu í Nepal. Hann lendir í vandræðum með að komast út úr Delhí en þar kemur snjallsíminn hans til bjargar. Sighvatur er einnig hæstánægður með nýja hjólið enda sannkallaður kostagripur á spottprís.