Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson mun leika með ÍBV í sumar. Hermann, sem hefur náð sér afar vel af erfiðum meiðslum, hefur verið einn af lykilmönnum enska 1. deildarliðsins Portsmouth í vetur eftir að hann byrjaði að spila að nýju. Hermann lék einnig að nýju með íslenska landsliðinu gegn Kýpur á dögunum en hann mun vera væntanlegur til Eyja í dag til að skrifa undir árs samning við félagið.