Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í fyrsta leik 4. umferðar Pepsídeildar karla. Eyjamenn hafa unnið tvo af þremur leikjum sínum, báða með marki í uppbótartíma á meðan Breiðablik tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum en vann svo Grindavík í síðasta leik. Þessi tvö lið börðust einmitt um Íslandsmeistaratitilinn síðasta sumar allt þar til í síðasta leik.