Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV er í íslenska U-21 árs hópnum sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku í næsta mánuði. Endanlegur hópur var tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ en þjálfarar liðsins, þeir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson skáru hópinn niður í 23 leikmenn. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið í æfingahópnum en var ekki valinn í lokahópinn.