1. júní síðastliðinn fjölgaði Flugfélagið Ernir ferðum sínum til Vestmannaeyja úr 14 ferðum á viku, í 17 ferðir. Þannig verða tvær ferðir þriðjudaga, miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga en þrjár mánudaga, fimmtudaga og föstudaga. Almenn ánægja hefur verið með þjónustu Flugfélagsins Ernis síðan félagið hóf áætlunarflug til Eyja og kemur þetta væntanlega ekki til með að minnka þá ánægju.