Pæjumótið hófst í morgun en mótið í ár er það stærsta sem haldið hefur verið í fjölmörg ár. Þátttakendur í mótinu eru tæplega 800 talsins en auk þeirra koma fjölmargir foreldrar og aðrir forráðamenn til Eyja í tengslum við mótið og óhætt að áætla að fjöldi mótsgesta sé í kringum 1200 talsins. Einar Friðþjófsson er mótstjóri en hann segir að Pæjumót TM og ÍBV sé að verða eitt stærsta knattstpyrnumót stúlkna.