Í dag hófst Egils Gull mótið í Eimskipsmótaröðinni í golfi en mótið fer fram á golfvellinum í Eyjum. Mótið fór ágætlega af stað, reyndar var rigning í morgun og nokkur vindur en upp úr klukkan eitt fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Það varð til þess að síðari hring dagsins var aflýst en alls átti að leika þrjá hringi í mótinu, tvo í dag og einn á morgun. Mótið heldur svo áfram á morgun en aðeins verða leiknir tveir hringir á mótinu.