Herjólfur lagði af stað til Landeyjahafnar upp úr klukkan 11 áðan en skipið hefur legið bilað við bryggju frá því síðdegis í gær. Viðgerð fór fram í nótt en þegar leggja átti af stað aftur í morgun, kom fram ný bilun sem löguð var í morgun. Eins og komið hefur fram er áætlað að sigla allar ferðir dagsins í einum rikk.