Um þriggja klukkustunda seinkun varð á fyrstu ferð Herjólfs í morgun vegna bilana. Eitthvað hefur verið um að fólk hafi verið flutt með smábátum til Landeyjahafnar en ferðaþjónustufyrirtækjum er bannað að sigla um höfnina vegna laga um lögskráningu áhafna.