Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga fyrir Sjómannadeginum. Í Vestmannaeyjum var hann einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður og ættingja vorum svo sannarlega stoltir að tengjast þeim og þar með Sjómannadeginum. Sérstaklega fann maður það sterkt á þessum degi. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þessi dagur var miklu meira en skemmtun í tvo daga, hann er ómetanlegur hluti af stéttarbaráttu okkar sjómanna.