ÍBV hélt hreinu í fimmta leiknum í röð í Pepsídeild kvenna en í kvöld sóttu Eyjastúlkur KR heim í vesturbæinn. Fyrir leikinn hafði ÍBV unnið alla leiki sína og ekki fengið á sig mark en skorað fjórtán. Markatalan breyttist ekkert hjá ÍBV eftir leikinn, liðin skildu jöfn 0:0 en ÍBV mistókst þar með í fyrsta sinn að innbyrða sigur í Íslandsmótinu í sumar.