Kvennalið ÍBV tekur á móti Grindavík í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum. Eftir magnaða byrjun, hefur ÍBV liðinu aðeins fatast flugið í síðustu tveimur leikjum. Fyrst gerði liðið jafntefli gegn KR á útivelli, tapaði svo fyrir Stjörnunni í Garðabæ og féll við það niður í þriðja sætið. Í sjálfu sér úrslit sem mátti búast við fyrir mótið en miðað við byrjun liðsins, þá hefðu Eyjamenn viljað fleiri stig úr þessum tveimur leikjum. Það kemur því ekkert annað en sigur til greina gegn Grindavík.