Forsölu miða á Evrópuleik ÍBV og St. Patrick’s Athletic lýkur á hádegi á morgun, miðvikudag. Mikil eftirvænting er meðal stuðningsmanna ÍBV og bendir allt til þess að Eyjamenn ætli að fjölmenna á leikinn. Hægt er að kaupa miðana í Tvistinum í Vestmannaeyjum og hjá Skeljungi á Bústaðaveginum.