Á morgun, föstudag mun Einsi Kaldi og hans fólk í Höllinni bjóða upp á glæsilegt veisluhlaðborð, Matarkistu Vestmannaeyja en þar verður boðið upp á rétti sem unnir eru úr hráefni frá Vestmannaeyjum. Verð á matinn ætti ekki að fæla neinn frá, aðeins 4900 krónur en matseðilinn má sjá hér að neðan. Í kjölfarið verður svo hægt að njóta glæsilegra tónleika í Höllinni sem heita „Óður til Oddgeirs“ en þar verða flutt öll helstu lög Oddgeirs Kristjánssonar.