Eins og áður hefur komið fram á síðum Frétta fer Herjólfur í hefðbundið viðhald í haust. Þótt vitað hafi verið með fyrirvara að skipið þurfi að fara í slipp á þessum tíma var ekki búið að ganga úr skugga um að hægt væri að vinna verkið hér innanlands. Ekki verður hægt að taka skipið upp á Akureyri þar sem ekki er laust pláss í september. Það bendir því allt til þess að senda verði skipið utan, sem þýðir enn lengri tíma sem skipið verður frá áætlunarsiglingum milli lands og Eyja.