Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir halda í kvöld, fimmtudag tónleika í Höllinni. Tónleikunum hefur nú verið frestað um klukkustund vegna leiks ÍBV og Saint Patrick’s Athletic og hefjast tónleikarnir klukkan 23:00. Þá ættu stuðningsmenn ÍBV sem fara á leikinn, að komast á tónleikana ásamt öllum hinum. En eitt er víst, enginn ætti að láta þessa tónleika framhjá sér fara. Fréttatilkynningu frá Höllinni má sjá hér að neðan.