Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um vandræði Landeyjahafnar og því velt upp að hugsanlega verði höfninni lokað næsta vetur. Blaðið fær reyndar enga staðfestingu á því, frekar en aðrir fjölmiðlar sem hafa fjallað um málið en Guðmundur Nikullásson, framkvæmdastjóri hjá Eimskips staðfestir í umfjölluninni að lokun hafnarinnar hafi verið rædd í samráðshópi um Landeyjahöfn.