ÍBV er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa tapað fyrir írska liðinu Saint Patrick’s Athletic 2:0 í Dublin í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1:0 sigri ÍBV en írska liðið fer því áfram 2:1 samanlagt. Bæði mörk írska liðsins komu í fyrri hálfleik, á 24. og 36. mínútu. En þrátt fyrir að hafa sett allan kraft í sóknarleikinn í síðari hálfleik, þá tókst ÍBV ekki að skora.