Vallarstjórinn Örlygur Helgi Grímsson sigraði með nokkrum yfirburðum í Meistarmóti GV í dag. Örlygur lék þriðja og síðast hringinn á 69 höggum en alls lék hann á 209 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Næstur varð Rúnar Þór Karlsson sem lék á 215 höggum og Hallgrímur Júlíusson varð þriðji á 218 höggum. Síðasti keppnisdagurinn fór fram í brakandi blíðu í Eyjum í dag, sól og blíða og hitastigið eitthvað í kringum 20 gráðurnar. Þannig að kylfingar gátu ekki afsakað sig með veðrinum, nema þá helst að það hafi verið of gott.