Eyjamenn töpuðu í dag þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsídeildarinnar þegar liðið tapaði fyrir Grindavík á útivelli 2:0. Albert Sævarsson fékk að líta rauða spjaldið eftir samstuð við sóknarmann Grindavíkur í markteig á 32. mínútu leiksins og vítaspyrna dæmd. Grindavíkingar skoruðu úr spyrnunni og bættu svo við öðrum marki undir lok leiksins.