Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu þrátt fyrir töluverðan fólksfjölda í bænum í vikunni. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins um helgina en engar kærur liggja fyrir. Þá þurfti lögreglan að sinna hinum ýmsu verkefnum er varðar ölvunarástand fólks í tengslum við skemmtanahald helgarinnar.