Útvarpsstöðin Gufan hefur útsendingar næstkomandi föstudag, 22. júlí klukkan átta árdegis og munu útsendingar halda áfram fram yfir þjóðhátíð. Gufan er að margra mati ómissandi þáttur í upphitun fyrir þjóðhátíð en um dagskrárgerð sjá bestu útvarpsmenn Eyjanna, þótt víðar væri leitað. Hægt er að hlusta á Gufuna á fm 104,7 en unnið er að því að koma útsendingunni á netið fyrir þá sem eru á fastalandinu.