Í dag, 20. júlí er ár liðið frá því að Herjólfur fór í jómfrúarferð sína í Landeyjahöfn. Áætlunarsiglingar þangað hófust svo daginn eftir en síðan þá er óhætt að segja að hafi skipst á skin og skúrir með Landeyjahöfn. Siglingar gengu svo til snuðrulaust fram á haust en þá tók við tímabil þar sem höfnin var ýmist opin eða lokuð. Eftir áramót var höfninni lokað fram á vor.