Eyjamennirnir Bjarnólfur Lárusson og Tómas Ingi Tómasson hafa tekið við liði Víkings í Pepsídeild karla eftir að Andra Marteinssyni, þjálfara liðsins var sagt upp. Hvorugur þeirra hefur reynslu af því að þjálfa í efstu deild en Bjarnólfur hefur náð góðum árangri með 2. flokk félagsins og Tómas Ingi var þjálfari 1. deildarliðs HK fram eftir sumri, auk þess að vera aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðsins. Tómas Ingi verður aðstoðarmaður Bjarnólfs.