Stelpurnar í ÍBV töpuðu naumlega í gær fyrir Aftureldingu en leikur liðanna fór fram í Mosfellsbæ. Afturelding hefur fengið nokkra sterka leikmenn undanfarið og ljóst að liðið er mun sterkara í dag en þegar ÍBV vann Aftureldingu í voru 5:0 á Hásteinsvelli. Síðast léku liðin í bikarnum í dramatískum leik þar sem Afturelding hafði betur í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikurinn í gær var jafn framan af, Afturelding komst yfir um miðjan fyrri hálfleik en Danka Podovac jafnaði úr vítaspyrnu fyrir leikhlé.