Rokksveitin Dólgarnir munu halda útgáfutónleika á Volcano Café í kvöld klukkan 20:00. Tónleikarnir eru í tilefni þess að sveitin er að gefa út sinn fyrsta disk, sem verður seldur á staðnum. Diskurinn kostar aðeins 1.500 kr. en frítt er inn á sjálfa tónleikana. Á disknum er að finna níu frumsamin lög en strákarnir spila alvöru rokk.