ÍBV mætir í kvöld neðsta liðið Pepsídeildarinnar, Víking á heimavelli þeirra í Fossvoginum. Eyjamenn gerðu jafntefli í síðasta leik gegn KR á útivelli og eru í öðru sæti deildarinnar með 33 stig eða tveimur stigum á eftir KR, sem er efst og á auk þess leik til góða. Víkingar eru hins vegar komnir með bakið upp að veggnum fræga í botnbaráttunni, þeir eru neðstir með níu stig, heilum átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Þeir munu því væntanlega selja sig dýrt í kvöld.