2. flokkur karla í knattspyrnu spilar í dag afar mikilvægan leik í toppslag B-deildar Íslandsmótsins. ÍBV hefur komið skemmtilega á óvart í sumar en liðið kom upp úr C-deild síðasta sumar og er nú að berjast um að komast upp um deild annað árið í röð og spila þá meðal þeirra bestu næsta sumar. Peyjarnir taka í dag á móti Stjörnunni og hefst leikurinn klukkan 14:00.