Grunnskóli Vestmannaeyja tekur í ár í fyrsta sinn þátt í átakinu Göngum í skólann. Verkefnið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Landlæknisembættisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Átakinu verður ýtt úr vör miðvikudaginn 7. september og lýkur svo formlega með alþjóðlegum Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október.