Hin unga og bráðefnilega Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður knattspyrnuliðs ÍBV er bráðefnileg í íþróttum. Það er óhætt að fullyrða að hún er einn besti, ef ekki besti markvörður Pepsídeildar kvenna í sumar enda hefur hún varið mark ÍBV að mikilli snilld. Hún kann greinilega vel við sig með boltann í höndunum því á veturna spilar hún handbolta með Fram. Birna Berg hefur nú verið valin í A-landslið Íslands í handbolta.