Kvennalið ÍBV spilar í dag sinn síðasta leik í Íslandsmótinu þegar liðið sækir bikarmeistara Vals heim á Vodafonevöllinn. ÍBV hefur þegar tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og Valur mun enda í öðru sæti og því er einungis leikið upp á heiðurinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 13:00.