Í Tónlistarskóla Vestmannaeyja stunda 190 nemendur nám á haustönn. Flestir nemendur eru að læra að gítar, eða 42 nemendur. 40 eru í píanónámi, 28 í söngnámi, 27 í málmblásturshljóðfæri og 32 á tréblásturshljóðfæri. Þá er 21 nemandi að læra á trommur. En 23 nemendur eru á biðlista eftir að komast í nám við skólann. Þetta kom fram hjá Stefáni Sigurjónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á fundi tómstunda- og menningarráðs.