Ákveðið hefur verið að aflýsa öllum ferðum Baldurs á morgun, sunnudaginn 18. september þar sem veðurspá morgundagsins er óhagstæð. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Eimskip að ekki sé hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður. Ekki eru allir Eyjamenn sáttir við þessa niðurstöðu, að ákveðið sé fyrirfram að veðurspáin rætist og að ekki hafi verið brugðist við t.d. með aukaferðum í kvöld.