Allir vita að afskriftir seinustu ára hafa verið gríðarlegar. Ein af þeim söguskýringum sem hafa verið bornar á borð fyrir hina íslensku þjóð eftir hrun er sú að sjávarútvegurinn hafi sem heild stundað brask í góðærinu og hvergi hafi verið meira um afskriftir en hjá „kvótagreifunum“. Þessi söguskýring virðist því miður vera orðin jafn útbreidd og sú skoðun fjármálastofnana að varasamat hafi verið að lána til atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.