„Ég var ekki um borð á sunnudag en það spáði mjög illa. Veðrið kom örlítið seinna en það átti að gera og hugsanlega hefði verið hægt að fara fyrstu ferðina. Okkar reynsla er að það sé betra að láta fólk vita í tíma um stöðuna og það geti þá gert ráðstafanir,“ sagði Siggeir Pétursson, skipstjóri á Baldri, þegar rætt var við hann á þriðjudag en talsverð óánægja var með að skipið skyldi ekki sigla í Landeyjahöfn á sunnudagsmorgun.