Elliði Vignisson,bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir merkilega hluti á eyjafrettir.is í gær. Þar ræðir Elliði um reynsluna af Landeyjahöfn og hversu Baldur sé í raun mun hentugra skip til siglinga þangað en Herjólfur. Elliði telur nauðsynlegt að fengið verði hentugt skip í vetur til siglinga, þar sem vitað er að frátafir með núverandi Herjólfi verða alltof miklar. Elliði undirstriklar að hann sé alls ekki að leggja til að þjónusta þeirra sem nota Baldur fyrir vestan verði skert.