Það er víðar en í Eyjum sem rætt er um byggingu á áhorfendastúku við knattspyrnuvelli. Eftir góða frammistöðu knattspyrnuliðs Ísafjarðar eða BÍ á síðasta sumri, eru nú uppi háværar raddir um stúkubygginu þar. Hefur Ísafjarðarbær lýst vilja til að úthluta lóð til byggingar hennar við Torfunesvöll, en vill ekki eiga fjárhagslega aðkomu að henni, hvorki byggingu né rekstri. Á vef vesfirska netmiðilsins BB.is er að finna fréttum þessa væntanlegu stúkubyggingu og hvernig staðið skuli að henni.