Miðjumaðurinn sterki Ian David Jeffs skrifaði fyrr í dag undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Ian Jeffs var einn af lykilmönnum ÍBV í sumar en hann kom til ÍBV á sínum tíma frá enska félaginu Crewe. Síðan þá hefur hann spilað með Fylki, Val og Örebro, áður en hann sneri aftur í herbúðir ÍBV fyrir sumarið.