Mjög margt áhugafólk um bættar samgöngur hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í umræðum um Landeyjahöfn, enda um mikilvæga framkvæmd að ræða. Fjölbreytt álit hafa verið uppi um forsendur og byggingu hafnarinnar, einkum og sér í lagi undanfarið ár. Órökstuddar fullyrðingar um málefnið báru uppi forsíðu Morgunblaðsins í gær sem varði jafnframt heilsíðu til umfjöllunar um skoðanir Halldórs B. Nellett.